Andri Lucas Guðjohnsen þakkaði traustið í sænsku úrvalsdeildinni í dag í leik Norrköping og Kalmar.
Andri kom inná sem varamaður á 59. mínútu í dag og skoraði annað mark Norrköping tveimur mínútum síðar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Arnór Ingvi Traustason, Ari Freyr Skúlason og Arnór Sigurðsson léku einnig allan leikinn fyrir Norrköping.
Í sömu deild var Valgeir Lunddal Friðriksson í byrjunarliði Hacken sem gerði 1-1 jafntefli við Hammarby.
Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp sigurmark Burnley í Championship-deildinni er liðið mætti Bristol City.
Jói Berg kom inná sem varamaður á 53. mínútu og lagði upp sigurmarkið á Jay Rodriguez á þeirri 67.
Jón Daði Böðvarsson lék með Bolton í hálftíma í C-deildinni er liðið vann Peterborough, 1-0.
Samúel Kári Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson byrjuðu báðir er Atromitos gerði markalaust jafntefli við Lamia í Grikklandi.
Valdimar Þór Ingimundarson gerði þá tvennu fyrir Sogndal sem vann Ranheim 2-0 í Noregi.