Mikael Egill Ellertsson kom við sögu hjá Spezia í dag sem vann lið Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni.
Mikael fékk ekki margar mínútur í sigrinum en hann kom inná sem varamaður er þrjár mínútur voru eftir.
Spezia vann leikinn 2-1 en Mikael fékk að líta gult spjald aðeins tveimur mínútum eftir að hafa komið inná.
Bologna tapaði þá 1-0 heima gegn Empoli og Sassuolo vann dramatískan sigur á Torino.
Spezia 2 – 1 Sampdoria
0-1 Abdelhamid Sabiri(’11 )
1-1 Jeison Murillo(’12, sjálfsmark)
2-1 M’Bala Nzola’72 )
Bologna 0 – 1 Empoli
0-1 Filippo Bandinelli(’75 )
Torino 0 – 1 Sassuolo
0-1 Agustin Alvarez(’93)