Lið Al Mokawloon í Egyptalandi hefur gefið frá sér tilkynningu eftir ummæli Todd Boehly, eiganda Chelsea, á dögunum.
Boehly fjallaði þar um akademíu Chelsea og sagði félagið hafa alið upp leikmenn á borð við Mohamed Salah og Kevin de Bruyne.
Það er ekki rétt eins og flestir vita en báðir leikmennirnir vöktu fyrst athygli annars staðar. Salah var til að mynda 22 ára gamall er hann gekk í raðir enska liðsins.
Það fór í taugarnar á egypska liðinu að Boehly hafi talað um að Chelsea hafi gert Salah að þeim leikmanni sem hann er í dag ákvað félagið að tjá sig opinberlega.
,,Þetta sýnir að nýjum eiganda Chelsea vantar skilning. Mohamed Salah er stolt Al Mokawloon og knattspyrnunnar í Egyptalandi. Það er heiður að hans sé einn af okkar sonum,“ kom fram í tilkynningunni.
,,Allur heimurinn þekkir feril Salah og hvernig hann byrjaði hjá okkur en það er eins og eigandi Chelsea sé eini sem er nógu fáfróður þegar kemur að þessum upplýsingum.“