Tottenham 6 – 2 Leicester
0-1 Youri Tielemans(‘6, víti)
1-1 Harry Kane(‘8)
2-1 Eric Dier(’21)
2-2 James Maddison(’41)
3-2 Rodrigo Bentancur(’47)
4-2 Heung-Min Son(’73)
5-2 Heung-Min Son(’84)
6-2 Heung-Min Son(’86)
Heung-Min Son skoraði loksins fyror Tottenham í dag sem vann Leicester örugglega í ensku úrvalsdeildinni.
Son var ekki búinn að skora fyrstu sjö deildarleikjum Tottenham og byrjaði leik kvöldsins á bekknum.
Sóknarmaðurinn kom inná hjá heimamönnum í stöðunni 3-2 og gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu.
Harry Kane komst einnig á blað fyrir Tottenham en það var Leicester sem opnaði markareikninginn eftir sex mínútur.
Tottenham er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig en Leicester situr sem fastast á botninum.