fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Rangir vottar að kaupmála reyndust örlagarík mistök í erfðadrama fyrir Landsrétti

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. september 2022 16:57

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur kvað á dögunum upp úrskurð sinn í harðri deilu þar sem til álita kom hvort að kaupmáli sem hjón höfðu gert með sér áður en maðurinn féll frá væri gildur. Niðurstaðan var sú að slíkur galli hefði verið á vottun samningsins að hann gæti ekki talist hafa gildi hvað varðaði skiptingu arfs.

Maðurinn lét lífið árið 2021. Hann hafði gert tvo kaupmála með eftirlifandi eiginkonu sinni, annars vegar árið 1998 og hins vegar árið 2019. Tveir synir mannsins töldu kaupmálana ekki uppfylla skilyrði sem lög kveða á um um vottun.

Þegar málið fór fyrir dóm var aðeins deilt um gildi kaupmálans sem síðar hafði verið gerður. Þann samning höfðu dóttir eiginkonunnar og tengdasonur vottað en synir mannsins töldu að þessir aðilar hafi ekki mátt votta samninginn vegna náinna tengsla við eiginkonuna.

Í þeim kaupmála var kveðið á um að eignarhluti hjónanna í fasteign yrði séreign konunnar, en á móti átti sonur konunnar hlut í eigninni.

Synirnir byggðu kröfu sína á því að vottar af kaupmálum þurfi að vera staðfestingahæfir samkvæmt réttarfarslögum. Vottar eigi að tryggja að hjón hafi undirritað samning samtímis af fúsum og frjálsum vilja, sem og hvenær undirritun fór fram. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála þurfa vitni, sem eru svo tengd aðilum eða hafi hagsmuni af málsúrslitum, ekki að staðfesta framburð sinn. Hafi dómaframkvæmd sýnt að þetta hafi þá þýðingu að kaupmálar séu ekki gildir séu þeir vottaðir af aðilum sem tengdir eru öðru hjóna nánum fjölskylduböndum.

Eiginkonan benti á að kaupmálinn ætti engu að síður að halda gildi sínu enda hefði það verið vilji manns hennar heitins að eignarhlutinn væri hennar séreign. Það sé meginregla í erfðarétti að leiða fram og virða vilja hins látna og hafi maður hennar heitinn staðfest og einart viljað að báðir kaupmálar sem hann gerði við konuna væru gildir.

Segir í máli eiginkonunnar í samantekt í úrskurði héraðsdóms: „D hafi sjálfur ekkert viljað eiga og ekkert lagt sjálfur til eignamyndunar. Hann hafi verið 100% öryrki frá árinu […] og aldrei starfað í þágu fyrirtækis varnaraðila [eiginkonunnar]. Einungis varnaraðili hafi verið tekjuaflandi og eignarmyndandi alla þeirra hjúskapartíð og löngu þar á undan.“

Eins kemur fram að D hafi átt frumkvæði að gerða beggja kaupmála meðal annars vegna fjárhagsforsögu og persónulegs gjaldþrots.

Kaupmálinn hafi athugasemdalaust verið skráður í kaupmálabók og innfærður í þinglýsingabók.

Héraðsdómur tók fram að þó svo hinn látni hafi viljað að eignarhlutinn yrði séreign þá geti það ekki haggað því að kaupmálinn var ekki vottaður með fullnægjandi hætti og það væri slíkur formgalli að kaupmálinn væri ógildur.

Landsréttur staðfesti þann úrskurð héraðsdóms svo eignarhlutinn sem átti að vera séreign kemur nú til skipta milli erfingja mannsins.

Til skýringar er það svo að eiginkonan á helminginn af eignarhlutanum á grundvelli hjúskaparlaga. Hún er hins vegar einn erfingja af helmingi manns síns á grundvelli erfðalaga, en sá hluti skiptist hlutfallslega milli allra skylduerfingja hans, sem eru maki og börn, maki fær þriðjung og börnin skipta tveimur þriðju á milli sín. Af þessum dómi má læra að ef til stendur að gera kaupmála sé best að gæta þess hverjir það séu sem votta samninginn því það má ekki vera of nákominn aðili.

Úrskurður Landsréttar í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilja flagga alla daga
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Í gær

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“