Aston Villa vann sinn annan leik í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Southampton á Villa Park.
Aðeins eitt mark var skorað í þessum leik en það gerði Jacob Ramsey fyrir heimamenn efti 41 mínútu.
Leikurinn heilt yfir var engin frábær skemmtun en Villa hafði betur að lokum sem reyndist nokkuð mikilvægt.
Ensk götublöð tala um það að Steven Gerrard, stjóri Villa, hefði mögulega fengið sparkið ef liðið tapaði þessum leik.
Villa var aðeins búið að vinna einn af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni fyrir viðureignina og var með fjögur stig við botninn.
Gerrard byrjaði nokkuð vel með Villa eftir dvöl hjá Rangers en gengið hefur ekki verið eins gott undanfarna mánuði.