Wolves 0 – 3 Manchester City
0-1 Jack Grealish(‘1)
0-2 Erling Haland(’16)
0-3 Phil Foden(’69)
Manchester City vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Wolves á útivelli.
Ballið byrjaði eftir aðeins eina mínútu en þá skoraði Jack Grealish mark fyrir gestina eftir undirbúning Kevin de Bruyne.
Staðan var 1-0 þar til á 16. mínútu er Erling Haaland skoraði enn eitt markið á tímabilinu en hann hefur byrjað frábærlega á Englandi.
Nathan Collins fékk svo að líta beint rautt spjlad hjá Wolves á 33. mínútu og ljóst að heimaliðið myndi ekki koma til baka.
Phil Foden kláraði leikinn algjörlega fyrir Man City á 69. mínútu og lokatölur á Molineaux vellinum, 3-0 fyrir Englandsmeisturunum.