Forsetahjón Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda á morgun til London. Þar munu þau mæta annað kvöld á móttöku sem Karl III Bretlandskonungur býður til í Buckinghamhöll. Síðan munu Guðni og Eliza verða viðstödd útför Elísabetar II. Bretlandsdrottningar sem fer fram frá Westminster Abbey.
Að útförinni lokinni muni forsetahjónin sækja móttöku hjá utanríkisráðherra Bretlands í Church House við Dean’s Yard. Svo fljúga þau aftur heim á mánudagskvöldið.