Dani Alves, goðsögn Barcelona, hefur tjáð sig um það hvernig það var að spila gegn Cristiano Ronaldo er hann lék með Real Madrid.
Ronaldo er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Real en hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins og var lengi talinn einn besti ef ekki besti leikmaður heims.
Alves þurfti að spila reglulega við Ronaldo í La Liga en hann er að sama skapi einn besti bakvörður sögunnar að margra mati.
Alves segir að það hafi verið áskorun að mæta Ronaldo og kallaði hann ‘fávita’ á mjög vinalegan hátt.
,,Þessi fáviti leyfir þér ekki að anda í eina sekúndu!“ sagði Alves í viðtali við Hugo Sanxhez.
,,Ég stóð mig ekki of illa en þetta er svo erfitt. Hann er algjör markavél.“