Andy Carroll, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur skrifað undir samning við Reading í næst efstu deild Englands.
Carroll kemur til Reading á frjálsri sölu en hann spilaði með West Brom fyrr á þessu ári og gerði þar þrjú mörk í 15 deildarleikjum.
Carroll er 33 ára gamall og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá bæði Liverpool og West Ham.
Hann var fenginn til að leysa Fernando Torres af hólmi hjá Liverpool árið 2011 en stóðst aldrei væntingar á Anfield.
Það vekur mikla athygli að Carroll mun klæðast treyju númer tvö hjá Reading sem er vanalega númer fyrir varnarmann.
Carroll er hins vegar sóknarmaður og á að baki níu landsleiki fyrir Englands sem komu frá 2010 til 2012.