Það er bull að varnarmaðurinn Ben White sé meiddur en hann var ekki valinn í nýjasta landsliðshóp Englands.
Talað var um að White væri að glíma við meiðsli en það er hins vegar ekki rétt að sögn Mikel Arteta, stjóra Arsenal.
Arteta staðfesti það á blaðamannafundi fyrir helgi að White væri klár í slaginn og mun mæta Brentford á sunnudag.
Það lokar algjörlega á þær fréttir að White hafi ekki verið valinn í landsliðshóp Englands vegna meiðsla.
White hefur staðið sig vel í byrjun tímabils með Arsenal og er nokkuð athyglisvert að hann sé ekki hluti af hópnum fyrir leiki í Þjóðadeildinni.