Það kom aldrei til greina fyrir Carlos Tevez að skrifa undir framlengingu við Manchester United stuttu áður en hann hélt til grannana í Manchester City.
Frá þessu greinir Rio Ferdinand en hann lék með Tevez í hjá Man Utd þar sem Argentínumaðurinn var frá 2007 til 2009.
Tevez var lengi vel tilbúinn að skrifa undir framlengingu en Man Utd sýndi því lítinn áhuga þar til það var of seint.
Tevez gekk í kjölfarið í raðir Man City árið 2009 og skoraði þar 58 mörk í 113 leikjum fyrir félagið í efstu deild.
,,Tevez vildi skrifa undir framlengingu löngu áður en hann fór,“ sagði Ferdinand.
,,Man Utd ákvað hins vegar að tefja og þeir voru í engu sambandi við hann. ‘Þið sýnduð mér vanvirðingu og sama hvað tilboðið er þá mun ég ekki skrifa undir.’.
,,Ég man að ég ræddi við stjórnarformanninn David Gill sem bað mig um að ræða við hann og hans umboðsmenn og segja honum að félagið vildi halda honum.“
,,Umboðsmaðurinn tjáði mér að peningarnir skiptu engu, hann var á því máli að félagið hafi sýnt sér óvirðingu.“