Ansi skondið atvik átti sér stað í miðri viku er Maccabi Haifa og Paris Saint-Germain áttust við í Meistaradeildinni.
Eins og gengur og gerist þá ákvað einn stuðningsmaður að hlaupa inn á völlinn en öryggisgæslan í Ísrael var ekki upp á sitt besta.
Einn öryggisvörður tók upp á því að kasta skó í manninn áður en hann var stöðvaður á miðjum velli.
Atvikið hefur vakið töluverða athygli á samskiptamiðlum en myndbandið þykir vera ansi fyndið.
Þrír öryggisverðir hefðu klárlega getað gert meira til að stöðva manninn frá því að komast inn á grasið en hann reyndi að ná til Lionel Messi sem leikur með PSG en án árangurs.
Þetta má sjá hér.
Look at the security guy who throws the shoe at the pitch invader running to Messi 😭😭😭😭 pic.twitter.com/1tpbn6EuE3
— mx (@MessiMX30iiii) September 15, 2022