Pierre Emerick Aubameyang hefur loksins tjáð sig eftir brottrekstur Thomas Tuchel en hann var rekinn frá Chelsea á dögunum.
Aubameyang samdi við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans frá Barcelona og spilaði Tuchel þar stórt hlutverk.
Ekki löngu seinna var Tuchel svo rekinn úr starfi og tók Graham Potter við keflinu en Aubameyang og Tuchel unnu áður saman hjá Dortmund í Þýskalandi.
,,Allir þekkja samband mitt og Tomas. Það er alltaf sorglegt þegar einhver fer, ég fékk að hitta hann í nokkra daga,“ sagði Aubameyang.
,,Þegar þú spilar fótbolta þá þarftu að aðlagast mjög snemma á tímabili, svona hlutir gera gerst.“
Aubameyang var svo spurður út í það hvort hann hefði rætt við Tuchel eftir brottreksturinn og svaraði neitandi.