fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Jóhanna segir frá því þegar hún stal bíl ásamt systkinum sínum – „Engar viðvörunarbjöllur sem hringdu þar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. september 2022 11:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bakþönkum Fréttablaðsins í dag segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms og fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar, frá því þegar hún stal bíl ásamt systkinum sínum er hún var aðeins 8 ára gömul. „Mér til varnar bjó ekki einbeittur brotavilji að baki glæpnum,“ segir Jóhanna.

„Að mínu mati var, á því augnabliki, góð hugmynd að þiggja bíl sem nágranni okkar systkina ákvað að gefa okkur. Nágranninn var mikill grínisti, jafnvel hrekkjalómur. Á þessum tíma var hvorki búið að finna upp mikilvægi gagnrýnnar hugsunar fyrir börn – né vara þau við gylliboðum ofurhressra nágranna.“

Jóhanna segist hafa þegið gjöfina og í kjölfarið sótti hún systkini sín. „Enda þurfti ég hjálp við að sækja kerruna: appelsínugula Volkswagen-bjöllu,“ segir hún.

„Gjöfin stóð stolt fyrir utan hús annars nágranna, eldri konu ofar í götunni. Engar viðvörunarbjöllur sem hringdu þar.“

Bróðir Jóhönnu ákvað sjálfur að hann skyldi keyra sjálfrennireiðina þar sem hann var 10 ára gamall og hafði fyrr um sumarið fengið að keyra traktor í sveitinni. „Hinn örláti nágranni gleymdi að láta okkur fá lykilinn en við vorum lausnamiðuð,“ segir Jóhanna en stóri bróðir hennar var með brögð í erminni.

„Traktorskeyrandi stóri bróðir kunni á handbremsu og beinskiptan og hafði að auki séð hvernig koma ætti farartæki af stað með því að láta það renna niður brekku. Við systur, klæddar í tríkot, ýttum.“

Bílstuldurinn gekk ekki betur en svo að eigandinn fann bílinn skömmu síðar. „Aumingja konan fann bílinn í garðinum heima og réttlætið sigraði að lokum. Við vorum skömmuð, en það var nú hvorki í fyrsta né síðasta skipti,“ segir Jóhanna.

Þá segir Jóhanna að hengt hafi verið upp skilti til að vara við sér og systkinum sínum. „Ótínt sönnunargagn er að finna á skilti fyrir framan Hólagötu 19 í Vestmannaeyjum og á því stendur: Varúð – Börn. Og upphrópunarmerki á eftir. Okkur til ævarandi háðungar,“ segir hún.

Að lokum fer Jóhanna yfir það hver lærdómurinn er af þessari sögu. „Lærdómurinn? Það getur verið hentugt að koma bíl í gang með því að láta hann renna niður brekku. Það er hægt að ýta bíl inn í garð ef maður er í tríkoti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda