fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Lögreglustjóri fær heimild til að rannsaka síma fyrrverandi eiginmanns sem braut gegn nálgunarbanni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. september 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi heimild til þess að rannsaka rafrænt efnisinnhald farsíma sem hald var lagt á í kjölfar rannsóknar lögreglunnar þann 2. september síðastliðinn.

Rannsókn snýr að meintum brotum á nálgunarbanni en maður, sem gert var að sæta nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi eiginkonu, hefur mátt sæta slíku banni síðan 3. mars síðastliðinn. Á tímabilinu 23. júní til 11. ágúst er hann grunaður um að hafa sent konunni skilaboð úr þremur ótilgreindum númerum.

Maðurinn var yfirheyrður þann 2. september síðastliðinn en þá kannaðist hann ekki við að hafa sent umrædd skilaboð né vissi hann neitt um tvö símanúmerin. Hann viðurkenndi þó að út í bifreið hans væri sími með þriðja númerinu en hann væri ekki í sinni eigu en viðurkenndi að hafa hringt í lögreglumann fyrr um daginn úr því númeri.

Að lokinni yfirheyrslunni afhenti maðurinn símann en lögreglu grunar að fleiri en eitt SIM-kort séu í símanum. Maðurinn vildi ekki gefa lögreglu leyfi  til að rannsaka símann og ítrekaði að hann væri ekki í sinni eigu en neitaði að gefa upp nafn eigandans.

Lögreglustjóri höfðaði því mál til þess að fá heimild til að rannsaka símann og efni hans. Hefur nú verið fallist á það á tveimur dómstigum.

Hér má kynna sér úrskurð Landsréttar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi

Þetta eru stærstu landeigendurnir á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki

Ragnar lá ósjálfbjarga heima hjá sér í 8 klst. – Hvetur fólk í sömu stöðu til að fá sér öryggistæki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda