fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Sérsveitin kölluð út á Selfossi vegna torkennilegs hlutar – Götum lokað og aðgerðir í gangi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 15. september 2022 11:38

Yfirlitsmynd af Selfossi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 10 í morgun fékk lögreglan á Suðurlandi tilkynningu um torkennilegan hlut sem drengir höfðu verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi.

Við athugun lögreglu þótti rétt að hluturinn yrði meðhöndlaður af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

„Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“

Fyrr í vikunni greindi lögreglan á Suðurlandi frá því að ungmenni á Selfossi væru að útbúa sprengjur og fikta með þær. Í fyrradag voru sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju, sem var ein nokkurra sem ungmenni í bænum höfðu undirbúið. Sprengjurnar voru að sögn lögreglu kraftmiklar og til þess fallnar að skapa verulega hættu.

Efnin sem notuð voru til að gera þær sprengjur fást í matvöruverslunum og hafa verslanir í bænum haft afskipti af börnum sem eru að koma og kaupa efni í sprengjurnar. Lögregla sagði í samtali við Vísi að vinsælt væri að taka mynd af sprengju-athæfinu. Það sé ágætt fyrir lögreglu að hafa brotin svona á upptöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti

Héraðsdómur Reykjaness fór ekki að lögum í forsjármáli – Fær skammir í hattinn frá Landsrétti
Fréttir
Í gær

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum