Eins og DV skýrði frá nýlega þá var einnig rætt óvenju opinskátt um stríðið í pólitískum umræðuþætti á rússneskri sjónvarpsstöð á mánudaginn.
Rússneski herinn gagnrýndur í beinni sjónvarpsútsendingu – „Þeir hafa séð of margar hasarmyndir“
Flemming Splidsboel, sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá dönsku hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier, segir að við á Vesturlöndum eigum að undirbúa okkur undir þá sviðsmynd að Pútín verði settur af sem forseti.
B.T. segir að sú gagnrýni sem hafi komið fram á Pútín í Rússlandi fram að þessu ógni ekki stöðu Pútíns en að hafa verði í huga að til séu öfl í Rússlandi sem enginn þekki í smáatriðum. „Pútín er sjálfur hræddur við þessar smá rifur í kerfinu sínu. Það er örugglega góð ástæða fyrir því,“ skrifaði hann á Twitter.
Stor opmærksomhed om "oprøret" mod #Putin. Vi skal have et scenarie i skuffen for den situation, at han bliver afsat, eller at folkelige protester tvinger ham væk. Det er det fornuftige at gøre. Men vi skal også erkende, at der er langt fra en opfordring fra lokalpolitikere om at
— Flemming Splidsboel (@splidsboel) September 13, 2022