fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Eyjan

Svandís segir að ekki hafi verið samið um áherslubreytingar í rekstri heilbrigðiskerfisins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. september 2022 09:00

Svandís Svavarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert samkomulag hefur verið gert um áherslubreytingar í rekstri heilbrigðiskerfisins og sterkt opinbert heilbrigðiskerfi hefur alltaf verið kjarni íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum að það kunni að vera til endurskoðunar.

Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um stöðu heilbrigðiskerfisins í samtali við Fréttblaðið.

Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að ríkið eigi að einbeita sér að rekstri Landspítalans og leyfa einkaaðilum að starfa við hlið hans. Sagði hann að vel sé hægt að koma meiri einkarekstri að í heilbrigðismálum.

Svandís sagði mikilvægt að stefnumörkun sé fylgt. „Fjöldi samninga er gerður við veitendur heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög um Sjúkratryggingar Íslands. Mikilvægt er að sú þjónusta sé í samræmi við stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum og fjárlög á hverjum tíma,“ sagði hún.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að áherslumunur sé á milli flokkanna í þessum málum en þó séu þeir sammála um að efla samvinnu aðila óháð rekstrarformi. „Það þarf að nýta alla krafta, þekkingu og færni. Það kallar á aukna samvinnu og það gerist með samningum við þjónustuveitendur, óháð rekstrarformi. Samhliða því þarf að styrkja og efla sjúkrahúsin og heilbrigðisstofnanir um allt land,“ sagði hann.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa þurft að víkja – steinkast flokksmálgagna úr glerhúsinu er vandræðalegt

Orðið á götunni: Forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa þurft að víkja – steinkast flokksmálgagna úr glerhúsinu er vandræðalegt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan

Heiða Björg borgarstjóri: Sjálfstæðismenn seldu hlutinn í Landsvirkjun – borgarbúar njóta ekki arðgreiðsla þaðan