fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Guðbjörg kvartaði undan kynferðislegri áreitni – Segir að Hafnarfjarðarbær hafi þaggað málið niður og bolað henni úr starfi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. september 2022 06:42

Guðbjörg Gígja Kristjánsdóttir. Mynd:Sigtryggur Ari/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2015 til 2019 varð Guðbjörg Gígja Kristjánsdóttir fyrir kynferðislegri áreitni að hennar sögn. Hún starfaði þá hjá Hafnarfjarðarbæ og var það annar starfsmaður sveitarfélagsins sem áreitti hana. Hún segir að viðbrögð bæjarins hafi verið þveröfug miðað við það sem ætla mátti.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Guðbjörg, sem er 75 ára, segir að þegar hún hafi hreyft við málinu hafi bærinn þaggað það niður og hún hafi ekki fengið neinn stuðning úr þeirri átt. Þess í stað hafi verið gripið til ráðstafana sem urðu til þess að hún missti vinnuna. Hinn meinti gerandi starfi enn hjá bænum.

„Hann var hálfgerður yfirmaður minn á þessum tíma, þessi maður. Ég sá um matinn og hann fór að koma inn í eldhús, reyndi að kyssa mig og faðma. Maður gat sloppið fyrst en hann varð svo ágengari, reyndi að sitja um mig og náði mér svo á sitt band. Hann náði tökum á mér, hann vissi alltaf hvaða takka hann ætti að ýta á,“ hefur Fréttablaðið eftir Guðbjörgu.

Hún sagði mikla vanlíðan hafa einkennt þetta tímabil, hún hafi fengið mikið magn óumbeðins myndefnis, typpamyndir og annað sem gekk nærri henni. „Ég slapp svo út úr þessu og hann sneri sér annað, en þá sat ég eftir með alla vanlíðanina. Ég leitaði til Stígamóta, sagði konu á vinnustaðnum frá og ákvað að klaga manninn. Þá tók þáverandi bæjarlögmaður skýrslu. Hún sagðist ætla að vinna málið áfram, en gerði það ekki. Þá kærði ég málið til lögreglu,“ sagði hún.

Lögreglan hætti rannsókn á málinu fyrir skömmu og segir að orð standi gegn orði í því. Guðbjörg hafði eytt kynferðislegu myndunum úr síma sínum og því lítið um sönnunargögn í málinu.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti