Reuters segir að samkvæmt upplýsingum frá þremur ónafngreindum heimildarmönnum, sem eru sagðir standa nærri rússneskum ráðamönnum, þá hafi samningur við Úkraínumenn verið kynntur fyrir Pútín skömmu fyrir innrásina. Samkvæmt samningnum skuldbundu Úkraínumenn sig til að sækja ekki um aðild að NATO.
Hefur Reuters eftir heimildarmönnunum að Pútín hafi hafnað samningnum og fyrirskipað innrás.
Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, vísaði þessu á bug þegar Reuters bar þetta undir hann.