fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Réðu strippara til að skemmta íbúum hjúkrunarheimilisins

Fókus
Laugardaginn 17. september 2022 09:00

Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarheimili í Taoyuan borg í Taívan hefur beðist afsökunar fyrir að hafa ráðið strippara til að skemmta eldri borgurum heimilisins á uppskeruhátíð. Um er að ræða ríkisrekið hjúkrunarheimili fyrir fyrrum starfsmenn hersins í landinu. Hjúkrunarheimilið borgaði stripparanum til að skemmta 12 íbúum heimilisins sem allir eru í hjólastól. Starfsfólk hjúkrunarheimilisins segir að það hafi ráðið stripparanum til að skemmta íbúunum, sérstaklega í ljósi þess að síðustu tvö ár hefur uppskeruhátíðinni verið aflýst vegna faraldurs.

Myndband náðist af stripparanum er hann skemmti eldri borgurunum en í því má sjá hana dansa, strjúka á sér líkamann og leiða hendi eins gamals manns að brjóstum sínum og klofi. Eftir að myndbandið fór í dreifingu neyddust yfirmenn elliheimilisins til að gefa út yfirlýsingu þar sem fram fyrrnefnd afsökunarbeiðni kemur fram. Yfirmennirnir segjast sjá eftir því að hafa ráðið stripparann í yfirlýsingunni.

Svo virðist þó vera sem það sé ekki endilega eftirsjá eftir því að hafa ráðið strippara, öllu heldur nákvæmlega þennan strippara. Í frétt News.com.au um málið er vitnað í talsmann hjúkrunarheimilisins sem sagði að stripparinn hafi í raun verið „of ákafur“ og að starfsfólk heimilisins muni „passa sig meira“ þegar viðburðir sem þessir verða skipulagðir í framtíðinni.

„Ætlun okkar með þessum viðburði var að skemmta íbúunum og gera þá ánægða. Okkur þykir mjög leitt að það hafi móðgað fólk,“ segir talsmaðurinn enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt