fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Stórhættulegur maður þarf að víkja úr sal þegar brotaþoli ber vitni – Sakaður um brot gegn barni og um tilraun til að bana móður sinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. september 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sneri á föstudaginn við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni brotaþola í sakamáli um að meintum geranda hennar yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hún gefur skýrslu. 

Meinti gerandinn mun því þurfa að víkja úr salnum er þolandi gefur skýrsluna. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn sé metinn sérstaklega hættulegur og stafi foreldrum hans, lögreglu og almennum borgurum sérstaklega mikil hætta af honum. 

Þarf að víkja úr dómsal

Landsréttur vísaði til þess að þolandi er á barnsaldri og því þurfi að horfa til barnalaga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Ljóst væri af vottorði sálfræðings að stúlkan hafi rætt við sálfræðing sinn um að fátt annað komist að í huga hennar en málið og hún óttist að bera vitni í dómsal að ákærða viðstöddum. Í úrskurði Landsréttar segir:

„Óttist hún viðbrögð hans við vitnisburði hennar. Málið hvíli þungt á henni og mikil streita og einkenni kvíða og depurðar hafa komið fram í viðtölum og svörum á matslista. Í vottorðinu ályktar sálfræðingurinn að það geti verið sérstaklega íþyngjandi fyrir brotaþola að bera vitni gegn ákærða í dómsal að honum viðstöddum og að það geti haft áhrif á framburð hennar.“ 

Því féllst Landsréttur á að ákærða yrði gert að víkja úr sal. Honum verði þó kleift að fylgjast með skýrslutöku utan þingsalar og koma að spurningum.

Sakaður um að hafa kynferðislega áreitt stúlkuna

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að maðurinn sé grunaður um kynferðisbrot gegn stúlkunni, en um er að ræða brot gegn ákvæði sem fjallar um kynferðislega áreitni sem og barnaverndarbrot.

„Er ákærði ákærður fyrir að hafa tekið utan um brotaþola, sem þá var fimmtán ára, kysst hana á hálsinn og reynt að kyssa hana á muninn.“ 

Einnig ákærður fyrir að hafa reynt að bana móður sinni

Kemur þar fram að sami maður hafi einnig verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir að hafa meðal annars hótað lögreglumönnum lífláti og eins hafi hann verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist með ofbeldi að sinni eigin móður og meðal annars slegið hana, sparkað í hana og tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund.

Bæði móðir mannsins og unga stúlkan fóru fram á að ákærða yrði gert að víkja er þær gæfu skýrslu.

Unga stúlkan greindi frá því að hún óttist ákærða og hann hafi hótað henni. Hann hafi eins áður verið sakaður um alvarleg ofbeldisbrot og hafi núna verið ákærður fyrir slíkt gagnvart öðrum einstaklinga, sem er vísun í meintrar tilraunar mannsins til að bana sinni eigin móður.

Móðirin greindi frá því að sonur hennar hefði ítrekað hótað henni eftir að hann hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og óttist hún hann. Þrátt fyrir gæsluvarðhald hafi hann náð að koma til hennar skilaboðum með hótunum. Þá hafi hann ítrekað verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart báðum foreldrum sínum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Landsréttar komi fram að sonurinn sé hættulegur og sú hætta beindist meðal annars að móður hans. Eins liggi fyrir áhættumat þar sem komi fram að móðirin væri sennileg fórnarlamb árásar ákærða.

Maðurinn mótmælti þessum kröfum og benti til þess að í lögum um meðferð sakamála segi sé kveðið á um skýlausan rétt hans til að vera viðstaddur skýrslutöku við aðalmeðferð.

Vísaði hann til þess að móðir hans ætti það til að fara með ósannindi og að gögn sýni ekki að hann hafi ítrekað sætt nálgunarbanni. Geðmat dómkvadds matsmanns bendi til að ákærði sé ekki eins hættulegur og látið hefur verið að. Svo segir:

„Þá væri brotaþoli móðir ákærða og hefði umgengist hann alla hans ævi. Væri ekkert fram komið sem mælir gegn því að ákærði verði viðstaddur skýrslugjöf hennar“ 

Áður sakfelldur fyrir ofbeldibrot gegn föður og metinn stórhættulegur af lögreglu

Héraðsdómur rakti að maðurinn hafi áður verið sakfelldur fyrir ofbeldisbrot, m.a. gegn föður sínum og fyrir brot gegn valdstjórninni. Það væri mat lögreglu að til staðar væri mjög mikil áhætta á almennri ofbeldishegðun mannsins. Segir í úrskurði héraðsdóms um áhættumat lögreglu:

„Er þar talið líklegt að hann muni sýna af sér samskonar ofbeldishegðun og hann hefði gert með töluverðum líkum á stigmögnum í lífshættulegt ofbeldi. Væri hættan metin viðvarandi yrði ekki gripið til aðgerða og væri gæsluvarðhald metið sem öruggasta lausnin“

Héraðsdómur rakti að það væri meginregla að ákærður maður eigi rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli sínu og þar með einnig þegar vitni gefa skýrslur. Undantekningu megi finna í lögum en hún geri ráð fyrir að ákærða verði gert að víkja ef nærvera hans sé vitninu sérstaklega til íþyngingar og geti haft áhrif á framburð.

Taldi Héraðsdómur ekki fram komið nægilega sterk rök um að nærvera mannsins yrði stúlkunni sérstaklega íþyngjandi eða að nærveran gæti haft áhrif á framburð hennar.

Varðandi móðurina taldi dómurinn ekki nægilega fram komið að sérstök rök væru að baki því að vísa ákærða úr dómsal eða að nærvera hans gæti haft áhrif á framburð hennar.

Því var beiðninni hafnað í báðum tilvikum. Landsréttur tók aðeins fyrir kröfu stúlkunnar.

Úrskurður Landsréttar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“

„Staðan er í raun þannig að beðið er eftir eldgosi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis

Neyðarástand skapaðist um borð í seglskipi skammt undan landi – Fjölmargt fór úrskeiðis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“

„Ef þú kemur nálægt honum myrði ég alla þessa fokking stöð“
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt