fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Ný Fréttavakt: Séra Gunnar kemur ekki aftur til starfa. Viðtal við presta sem stigu fram.

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. september 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Fréttavaktinni í kvöld er sagt frá því að biskup Íslands hefur ákveðið að séra Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í Digranes- og Hjallaprestakalli komi ekki aftur starfa í kjölfar ásakana um kynferðilegt áreiti og fleira.  Rætt er við tvo kvenpresta sem stigu fram með slíkar ásakanir.

Ný sláandi rannsókn sýnir í fyrsta sinn hve mikið magn af rusli er að finna á hafsbotninum í kringum Ísland.  Ástandið er verst við Reykjanes segir sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir vel í lagt hvað varðar veiðigjöld í nýju fjárlagafrumvarpi, gjöldin hækki um tvo milljarða milli ára vegna batnandi afkomu greinarinnar.

Karl konungur, systkini hans og synir fylgdu kistu drottningar í dag frá Buckingaham höll í London til Westminster Hall, þar sem almenningur getur vottað hinni látnu drottningu virðingu sína.

Fréttavaktin er í opinni dagskrá á Hringbraut alla virka daga kl. 18:30. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan:

video
play-sharp-fill

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
Hide picture