Á Fréttavaktinni í kvöld er sagt frá því að biskup Íslands hefur ákveðið að séra Gunnar Sigurjónsson sóknarprestur í Digranes- og Hjallaprestakalli komi ekki aftur starfa í kjölfar ásakana um kynferðilegt áreiti og fleira. Rætt er við tvo kvenpresta sem stigu fram með slíkar ásakanir.
Ný sláandi rannsókn sýnir í fyrsta sinn hve mikið magn af rusli er að finna á hafsbotninum í kringum Ísland. Ástandið er verst við Reykjanes segir sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir vel í lagt hvað varðar veiðigjöld í nýju fjárlagafrumvarpi, gjöldin hækki um tvo milljarða milli ára vegna batnandi afkomu greinarinnar.
Karl konungur, systkini hans og synir fylgdu kistu drottningar í dag frá Buckingaham höll í London til Westminster Hall, þar sem almenningur getur vottað hinni látnu drottningu virðingu sína.
Fréttavaktin er í opinni dagskrá á Hringbraut alla virka daga kl. 18:30. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan: