fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
433Sport

Ræða Ronaldo til liðfélaga sinna grafin upp – Orð hans að koma í bakið á honum?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmt ár er síðan Cristiano Ronaldo sneri aftur til Manchester United, tólf árum eftir að hann yfirgaf félagið fyrir Real Madrid.

Sjálfur átti Portúgalinn 37 ára gamli gott tímabil í fyrra en United náði hins vegar ekki sæti í Meistaradeild Evrópu.

Ronaldo vill leika í Meistaradeildinni og reyndi hvað hann gat til að komast frá United í sumar. Það tókst hins vegar ekki.

Hann varð því eftir hjá United, þar sem hann er varamaður undir stjórn Erik ten Hag.

Enskir miðlar hafa nú rifjað upp ræðu Ronaldo frá því hann kom til félagsins í fyrra. Innihald hennar vekur athygli í ljósi stöðu hans nú.

„Ég er kominn aftur til Manchester United af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi elska ég félagið og í öðru lagi elska ég sigurhugarfarið sem er allsráðandi í þessu félagi,“ sagði Ronaldo í ræðunni til liðsfélaga.

„Ég er ekki að koma aftur sem klappstýra. Ef þið viljið ná árangri, verðið þið að elska félagið af öllu hjarta.“

„Þið verðið að borða, sofa og berjast fyrir þetta félag. Hvort sem þið spilið eða ekki þá þurfið þið að styðja við liðsfélaga ykkar og gefa allt sem þið eigið fyrir félagið. Ég er kominn til að vinna og ekkert annað. Að sigra veitir okkur gleði. Mig langar að vera glaður, langar ykkur það? Þið eruð allir ótrúlegir leikmenn og ég hef trú á ykkur, annars hefði ég ekki komið aftur.“

Ronaldo er nú orðinn varamaður hjá United. Hann er hins vegar duglegur að styðja sína menn af bekknum. Ummælin um að hann hafi ekki ætlað að verða klappstýra hafa því vakið athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Newcastle og Manchester United – Bayindir í markinu

Byrjunarlið Newcastle og Manchester United – Bayindir í markinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrsti í sögunni til að leggja upp sjö mörk

Fyrsti í sögunni til að leggja upp sjö mörk
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fluttur á sjúkrahús og mætir ekki gegn Manchester United

Fluttur á sjúkrahús og mætir ekki gegn Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill fá átta sinnum hærri laun ef hann skrifar undir hjá Manchester United

Vill fá átta sinnum hærri laun ef hann skrifar undir hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bendlar Muller við Manchester United – ,,Svo fer hann til Englands“

Bendlar Muller við Manchester United – ,,Svo fer hann til Englands“
433Sport
Í gær

Segist vera með fullkomna níu og vill ekki annan í sumar

Segist vera með fullkomna níu og vill ekki annan í sumar
433Sport
Í gær

Mikill hiti og skiptar skoðanir á stöðunni á Hlíðarenda – „Ég skil alveg að þráðurinn sé stuttur“

Mikill hiti og skiptar skoðanir á stöðunni á Hlíðarenda – „Ég skil alveg að þráðurinn sé stuttur“
433Sport
Í gær

,,Hann verður áfram hjá okkur á næsta tímabili“

,,Hann verður áfram hjá okkur á næsta tímabili“
433Sport
Í gær

England: Forest tapaði heima – Klikkaði á tveimur vítaspyrnum fyrir Villa

England: Forest tapaði heima – Klikkaði á tveimur vítaspyrnum fyrir Villa