fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Rússneskir herforingjar sagðir flýja frá Krím

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. september 2022 05:35

Rússneskir hermenn á Krímskaga í febrúar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniþjónustumenn, herforingjar og úkraínskir samverkamenn Rússa eru nú sagðir reyna að selja hús sína á Krímskaga og flýja þaðan. Rússar hertóku Krímskaga 2014 og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið. Í kjölfar sigra úkraínska hersins í Kharkiv og Kherson að undanförnu hefur ótti gripið um sig meðal Rússa á Krím.

Úkraínska leyniþjónustan segist hafa heimildir fyrir þessu en hún skýrði frá þessu á vefsíðu sinni á mánudaginn. Þar segir að hin „svokölluðu yfirvöld á hinum hernumda Krímskaga og suðurhluta Úkraínu séu nú að flytja fjölskyldur sínar í skyndingu aftur yfir á rússneskt landsvæði“.

Fram kemur að meðlimir leyniþjónustunnar FSB, herforingjar og starfsfólk rússneska hernámsliðsins reyni að selja hús sín með leynd og flýja frá Krím.

Þetta gerist á sama tíma og yfirvöld á Krím hafa fullvissað íbúana um að það sé öruggt að vera þar. Þau hafa einnig lokað fyrir upplýsingaflæði um gagnsókn Úkraínumanna og hrakfarir rússneska hersins í Kharkiv.

Úkraínska leyniþjónustan segir að rússnesk yfirvöld hafi bannað að hús séu seld og keypt á Krím og hafi sett takmarkanir á ferðir fólks yfir Kertsjbrúnna sem tengir Krím við Krasnodar í Rússlandi. Hún var byggð eftir innlimun Krímskaga í rússneska ríkjasambandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“