fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Ný mynd eftir Sigurjón Sighvatsson heimsfrumsýnd á RIFF

Fókus
Þriðjudaginn 13. september 2022 19:20

Sigurjón Sighvatsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný heimildarmynd, Útdauði neyðarástand (Exxtinction Emergency), eftir Sigurjón Sighvatsson og Scott Hardie verður heimsfrumsýnd á RIFF þann 2. október.

Myndin fjallar um umhverfissamtökin Extinction Rebellion sem voru stofnuð í Bretlandi 2018 í kjölfar sláandi skýrslu frá Milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar. Samtökin vöktu strax gríðarlega athygli vegna aðferða sinna við að vekja athygli á sinnuleysi stjórnvalda gegn loftslagsbreytingum. Extinction Rebellion hópar eru nú starfandi í fjölmörgum löndum víða um heim, þar á meðal hérna á Íslandi.

Samtökin hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að mótmæla með þeim hætti að yfirvöld telji sig tilneydd að handtaka sem flesta þátttakendur vegna þeirra truflana sem þeir valda. Öðruvísi, segja forsprakkar þeirra, er ekki hægt að knýja stjórnvöld til athafna. Tími þess að biðja kurteisislega er liðinn. Borgaraleg óhlýðni fjöldans, en alltaf án ofbeldis, liggur til grundvallar í aðgerðum Extinction Rebellion.

Aðgerðir Extinction Rebellion við að vekja athygli á þeirri ógn sem mannkyn stendur frammi fyrir hafa farið vægast sagt þvert ofan í íhaldssömum öfl víða um heim. Hár aldur margra mótmælenda gerir stjórnvöldum erfitt fyrir að takast á við óhlýðnina.

Fyrsta leikstjórnarverkefni Sigurjóns

Eftir margra áratuga farsælan feril sem kvikmyndaframleiðandi sendir Sigurjón Sighvatsson frá sér sína fyrstu mynd sem leikstjóri. Hann á að baki langan feril sem kvikmyndaframleiðandi, með yfir 50 kvikmyndir og sjónvarpsseríur á ferilskránni og er stofnandi Palomar Pictures, sjálfstætt starfandi framleiðslufyrirtækis. Sigurjón situr einnig í stjórn Scanbox Entertainment, sem er skandínavískur dreifingaraðili kvikmynda.

Sigurjón hefur um langa hríð beitt sér fyrir umhverfisvernd með ýmsum hætti og varð áhuginn á þessu brýnasta málefni okkar tíma til þess að hann ákvað að gera þessa mynd.

Um RIFF

RIFF er nú haldin í nítjánda skiptið og fer fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár. Hátíðin hefur skipað sér á bás sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja áhuga á kvikmyndamenningu, auka kvikmyndalæsi og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi með áherslu á alþjóðlega strauma. RIFF er einnig ætlað að skapa farveg fyrir viðskipti, nýsköpun, listsköpun, myndun alþjóðlegs tengslanets og samræðu við samfélagið og samtímann. RIFF er óháð hátið, rekin án hagnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024