fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Banna kjötauglýsingar á almannafæri

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 19:00

Kjöt í vinnslu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórnin í hollensku borginni Haarlem, sem er vestan við Amsterdam, hefur ákveðið að banna kjötauglýsingar á almannafæri frá og með 2024. Ástæðan er að kjöt er talið eiga stóran hlut að máli varðandi loftslagsbreytingarnar. Borgin er sú fyrsta í heimi sem bannar auglýsingar af þessu tagi.

The Guardian segir að bannað verði að auglýsa kjöt á strætisvögnum, strætóskýlum og auglýsingaskjám á almannafæri.

Kjötframleiðendur hafa brugðist illa við þessu og segja að með þessu séu borgaryfirvöld að ganga of langt í að segja fólki hvað sé gott fyrir það.

Rannsóknir benda til að matvælaframleiðsla eigi sök á þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda og að kjötframleiðsla mengi tvöfalt meira en framleiðsla á plöntufæði.

Ziggy Klazes, úr flokki Græningja, sem lagði tillöguna um bannið fram, sagðist ekki hafa vitað að borgin verði sú fyrsta í heimi til að banna kjötauglýsingar á almannafæri þegar hún lagði tillöguna fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Í gær

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum