fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Rio de Janeiro, Miami og Jakarta geta verið farnar undir sjó um aldamótin

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 07:30

Miami gæti farið undir sjó fyrir aldamót. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 250 milljónir manna búa í minna en tveggja metra hæð yfir sjávarmáli. Þessum stöðum, þar á meðal Rio de Janeiro, Miami og Jakarta, stafar hætta af hækkandi sjávarborði en það hækkar vegna hlýnandi lofts af völdum loftslagsbreytinganna.

Í versta falli getur yfirborð sjávar hækkað um 2,5 metra fram að næstu aldamótum og þá liggur auðvitað í augum uppi að þeir sem búa í minna en tveggja metra hæð yfir sjávarmáli eru í vanda.

Samhliða hlýnandi loftslagi eykst uppgufun og snjókoma aðeins en rigning eykst mikið. En það eru fleiri þættir sem spila inn í hversu mikið yfirborð sjávar mun hækka. Meðal annars þenst vatn út þegar það hitnar og þannig hækkar sjávarborðið án þess að ís bráðni. Einnig getur hafsbotninn sigið samhliða því sem meira bætist í höfin. Þá dregur úr áhrifum hækkunar sjávarborðs.

Það er heldur ekki auðvelt að reikna út hvernig sjávarborðið breyttist áður fyrr því það skortir gögn til þess. En óháð því þá hvað gerðist áður fyrr þá er ljóst að yfirborð sjávar mun hækka á næstu árum.

Í grein í Science segir Stefan Rahmstorf, haffræðingur við háskólann í Postdam í Þýskalandi, að við verðum bara að vona að hækkunin næstu öldina verði föst stærð.

Samkvæmt bjartsýnustu spám og útreikningum verður hækkunin 50 cm fyrir næstu aldamót en í verstu spám og útreikningum verður hún orðin 2,5 metrar og 5 metrar 2150.

Einn af stóru óvissuþáttunum er ísinn á Suðurskautinu. Ef Thwaitejökullinn brotnar og sendir mikið ís magn út í sjóinn getur sviðsmyndin orðið enn dekkri.

„Það eru rúmlega 150 borgir, með eina milljón íbúa eða fleiri, við strendur heimsins. Hækkun um 1 metra er hræðileg. 5 metrar innan þess tíma verða óskiljanlegar hamfarir,“ sagði Ramhstorf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga