fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Trump sagður hafa hótað að yfirgefa ekki Hvíta húsið eftir tapið í kosningunum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 13:30

Donald Trump hótaði að yfirgefa Hvíta húsið ekki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fyrstu dögunum eftir forsetakosningarnar í nóvember 2020 sagði Donald Trump, þáverandi forseti, aðstoðarmanni sínum að hann „myndi ekki fara“ úr Hvíta húsinu.

Þetta kemur fram í nýrri bók, Confidence Man: The Making of Donald Trump and the Breaking of America eftir Maggie Haberman sem starfar sem stjórnmálaskýrandi hjá CNN og er blaðamaður hjá New York Times. Bókin er um forsetatíð Trump og þá ringulreið sem ríkti eftir ósigur hans í forsetakosningunum.

„Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú sigraðir í kosningum?“ sagði hann við annan aðstoðarmann sinn að því er segir í bókinni.

Einnig kemur fram í bókinni að heyrst hafi í Trump kvarta og kveina við Ronna McDaniel, formann landsnefndar Repúblikanaflokksins og spyrja hana: „Af hverju á ég að fara ef þeir stálu þessu frá mér?“ Þar á hann við að kosningaúrslitunum hafi verið stolið frá honum.

Enginn af fyrirrennurum Trump hótaði að sitja sem fastast í Hvíta húsinu etir að forsetatíð þeirra lauk.

Þessi ummæli Trump eru þvert á það sem hann sagði í opinberum yfirlýsingum tæpum mánuði eftir kosningarnar en þá sagði hann að hann myndi „örugglega“ yfirgefa Hvíta húsið ef sigur Biden yrði staðfestur. „Það mun ég gera og þið vitið það,“ sagði hann um leið og hann hélt áfram að halda fram staðlausum fullyrðingum um að rangt hefði verið haft við í kosningunum. The Guardian skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“