fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Enn eitt kílóið af kókaíni fannst í Leifsstöð – Þrjú sambærileg mál komið upp í sumar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. september 2022 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært tvítugan lettneskan karlmann fyrir tilraun til að smygla rúmum 800 grömmum af mjög sterku kókaíni til landsins með flugi frá París í júlí.

Athygli vekur að ákæran er sú þriðja til þess að vera þingfest í héraðsdómstólum landsins á undir mánuði þar sem rétt tæpt kíló af kókaíni kemur við sögu.

Í ágúst sagði DV frá því að 44 ára gömul kona frá Dóminíska lýðveldinu sem var farþegi í flugi Play frá Barcelona í maí á þessu ári hefði verið handtekin með um eitt kíló af kókaíni límd við lærin á sér. Konan var ákærð í ágúst og neitaði sök við þingfestingu málsins.

Þá sagði DV einnig frá því um miðjan ágúst að 24 ára gamall nígerískur karlmaður hefði verið handtekinn með tæpt kíló af kókaíni falið innvortis í flugi til Íslands frá París með flugfélaginu Transavia. Maðurinn var í ákærunni sagður hafa flutt kílóið frá Hollandi. Kókaínið var, eins og í hinum málunum, mjög sterkt.

Af ákærunum í öllum málunum, sem DV hefur undir höndum, má ráða að ferill málsins virðist mjög sambærilegur. Öll voru þau handtekin í sumar á Leifsstöð, öll dvelja þau í fangelsinu á Hólmsheiði, væntanlega í gæsluvarðhaldi, og öll eru þau ákærð ein fyrir aðild sína að fíkniefnainnflutningnum.

Í máli tvítuga Lettans gerir héraðssaksóknari þá kröfu að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að hann greiði sakarkostnað sem hlýst af rekstri og rannsókn málsins.

Mál héraðssaksóknara verður þingfest í dag í Héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“

Lítur framkomu Brynjars Karls alvarlegum augum – „Misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“

Farið fram hjá bæjarstjórn við undirritun samnings nýs leikskóla – „Maður spyr sig hvernig þetta gerist“