Á Fréttavaktinni í kvöld segjum við frá því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra segist ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna. Hann kynnti nýtt fjárlagafrumvarp í dag.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að augljóst að ríkisstjórninni sé stýrt af fjármálaráðherra. Hvorki sé rætt um hækkun veiðigjalda né svokallaðan hvalrekaskatt í fjárlagafrumvarpinu, sem VG og Framsókn hafa nefnt sem tekjuöflunarleið.
Karl III Bretakonungur ávarpaði breska þingið í fyrsta sinn í dag. Hann lagði áherslu á að þingræðið og að breska þingið væri lifandi grundvöllur lýðræðisins. Stundin var mjög tilfinningarík
Og við ræðum við Eirík Bergmann stjórnmálafræðiprófessors um hugsanlegar breytingar á bresku krúnunni við andlát drottningar og kosningaúrslitin í Svíþjóð frá því í gær.