Enska úrvalsdeildin mun fara aftur af stað um næstkomandi helgi eftir að síðustu umferð deildarinnar var frestað vegna fráfalls Elísabetar II. Bretadrottningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis.
Sjö af þeim tíu leikjum í fyrirhugaðri umferð sem á að spila um helgina munu fara fram en þremur leikjum verður frestað. Það eru leikir Chelsea og Liverpool, Manchester United gegn Leeds United sem og leikur Brighton og Crystal Palace.
Þeim leikjum er frestað vegna viðburða sem fara fram í tengslum við jarðarför drottningarinnar.
The #PL will resume this weekend after a pause to the season as a mark of respect following the passing of Her Majesty Queen Elizabeth II.
Seven of the 10 Matchweek 8 fixtures will be played, with three postponed due to events surrounding The Queen’s funeral.
— Premier League (@premierleague) September 12, 2022