Skotar munu hefja leik í deildarkeppnum sínum á ný á miðvikudag, eftir stutt hlé af virðingu við Elísabetu Bretlandsdrottningu, sem lést á fimmtudag.
Engin knattspyrna var leikin á Bretlandi um helgina, þar á meðal í ensku úrvaldeildinni.
Ekki er ljóst hvort spilað verði á Englandi um komandi helgi.
Skotar hafa hins vegar staðfest að leikar hefjist á ný á miðvikudag, þegar leikir fara fram í efstu deild kvenna. BBC greinir frá.
Keppni í efstu deild karla hefst svo aftur á laugardag.
Það er mikið álag á stærstu liðum Englands, sem keppa á öllum vígstöðum. Þeim liggur því mikið á að koma keppni í ensku úrvalsdeildinni af stað á ný. Langt hlé verður svo tekið í vetur vegna HM í Katar.