fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Segja Rússa vera að hefna sín – Réðust á rafstöðvar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 05:33

Frá vígvellinum í Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar gerðu flugskeytaárásir á rafstöðvar og spennistöðvar í Kharkiv í Úkraínu í gærkvöldi. Úkraínumenn segja að um hefnd Rússa sé að ræða vegna hrakfara þeirra í Kharkiv síðustu sólarhringa en Úkraínumenn hafa hrakið þá frá stóru landsvæði og náð mikilvægum bæjum og borgum á sitt vald. Rafmagnslaust er í stærsta hluta Kharkiv og einnig vatnslaust.

The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá Ihor Terekhov, borgarstjóra í Kharkiv sé vinna hafin við að koma rafmagni á, á nýjan leik og að sums staðar sé það komið á. Hann sagði að árásir Rússar væru hefnd fyrir ósigra þeirra í Kharkiv síðustu daga.

Kyrylo Tymoshenko, næstæðsti yfirmaður forsetaskrifstofunnar, sagði tvær stýriflaugar hafi hæft mikilvæga innviði í Kharkiv og valdið rafmagnsleysi. Þess sé vænst að mikilvægar stofnanir á borð við sjúkrahús fái rafmagn innan tíðar. „Rússar vilja láta okkur vera án rafmagns og hita,“ sagði hann.

Úkraínski flugherinn sagði á Twitter að Rússar hefðu skotið 11 flugskeytum en flestum þeirra hefði verið grandað áður en þau hæfðu skotmörk sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“