fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Skjálfti upp á 4,2 við Grímsey

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 03:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir miðnætti jókst skjálftavirkni við Grímsey á nýjan leik eftir að hafa minnkað lítillega í gær. Stærsti skjálftinn til þessa, á þessum sólarhring, mældist 4,2. Hann reið yfir klukkan 01.05 og átti upptök sín um 10 km norðan við Grímsey.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að fáar tilkynningar hafi borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Töluverð skjálftavirkni hefur fylgt í kjölfar skjálftans, þar af nokkrir yfir 3 að stærð.

Skjálftahrinan við Grímsey hófst 8. september og hafa um 6.000 skjálftar mælst síðan. Sá stærsti reið yfir klukkan 04.01 þann 8. september og mældist 4,9.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Í gær

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Í gær

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“