Bosnía verður án helstu stjarna sinna er liðið spilar við Rússland þann 19. nóvember næstkomandi.
Edin Dzeko og Miralem Pjanic hafa báðir neitað að taka þátt í verkefninu en leikurinn á að fara fram í Rússlandi.
Bosnía er eitt af fáum liðum til að samþykkja að spila við Rússland eftir innrás landsins inn í Úkraínu fyrr á þessu ári.
Dzeko og Pjanic hafa báðir tjáð sig um þessa ákvörðun knattspyrnusambandsins í Bosníu og ætla ekki að taka þátt.
Leikurinn á að fara fram degi áður en HM í Katar hefst sem er ansi athyglisverð tímasetning.