fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Ómar minnist Magnúsar Norðdahl – Gaf „elli kerlingu svo langt nef“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. september 2022 11:55

Til vinstri: Ómar Ragnarsson - Til hægri: Magnús Norðdahl/Mynd: Pétur P. Johnson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugstjórinn Magnús Norðdahl lést á heimili sínu þann 8. september síðastliðinn. Magnús var 94 ára gamall en hann fæddist þann 20. febrúar árið 1928. Greint var frá andláti Magnúsar í fréttatilkynningu frá fjölskyldu hans.

Magnús fór í sitt fyrsta flug árið 1944, um var að ræða svifflug með útsýni yfir Esjuna. Þá tók hann sína fyrstu flugtíma á Stearman flugvél en síðan fór hann í flugnám til Englands. Hann útskrifaðist úr náminu árið 1947 og um sumarið hóf hann störf hjá Loftleiðum. Ári síðar var hann kominn með fastráðningu hjá fyrirtækinu og starfaði þar í yfir 39 ár.

En Magnús var ekki bara þekktur fyrir störf sín sem flugstjóri, hann var nefnilega magnaður listflugmaður.„Óhætt er að segja að hann hafi verið frumkvöðull í listflugi á Íslandi og var hann öðrum flugmönnum hvatning til að stunda listflug og alltaf tilbúinn að miðla af reynslu sinni og kunnáttu sem hann bjó yfir í miklu mæli,“ segir fjölskylda hans í tilkynningunni.

„Hann keppti oft í listflugi og varð Íslandsmeistari fimm sinnum, fyrst árið 1996 og síðast árið 2001. Sýndi hann oft listflug á flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli og síðast árið 2017 þegar hann var 89 ára gamall. Hann flaug listflug til ársins 2020 þegar hann var orðinn 92 ára gamall. Flugið var hans eina áhugamál því í flugvél var hann frjáls eins og fuglinn eins og var svo oft haft eftir honum.“

Gaf elli kerlingu langt nef

Þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson minnist Magnúsar í færslu sem hann birti á bloggsíðu sinni. Í færslunni vill Ómar að flughæfileikum Magnúsar sé haldið á lofti, sérstaklega í ljósi þess að hann er einn af tveimur mönnum sem létu aldurinn ekki segja til um listflughæfileikana sína.

„Þegar Magnús Norðdahl flugstjóri er allur er rétt að halda því sérstaklega á lofti, að þegar litið hefur verið yfir það sem sýnt er á helstu flugsýningum heimsins, standa tvö nöfn upp úr; nafn Magnúsar og nafn Bob Hoovers, sem gáfu elli kerlingu svo langt nef í listflugsatriðum, að einstætt er á heimsvísu,“ segir Ómar í færslunni.

Hann segir að Hoover hafi á áttræðisaldri sýnt atriði sem enginn flugmaður gat leikið eftir, hvorki ungur né gamall. „Og langt fram á níræðisaldur sýndi Magnús atriði á borð við hið tékkneska Lomcovac og meira að segja mörg afbrigði af því, sem enginn annar íslenskur flugmaður gat leikið eftir,“ segir Ómar svo.

Ómar botnar síðan færsluna með því að þakka Magnúsi. „Að leiðarlokum er ljúft og skylt að þakka honum fyrir einstök viðkynni auk þass að halda afrekum hans sérstaklega á lofti.  “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Holding skiptir um félag
Willian að snúa aftur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur