fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Ásakar Solskjær um ‘svik’ hjá Manchester United – ,,Hann vildi halda þessu frá fjölmiðlum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. september 2022 10:00

Solskjær og frú á góðum degi. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Martial, leikmaður Manchester United, hefur gagnrýnt fyrrum stjóra sinn hjá félaginu, Ole Gunnar Solskjær.

Martial missti um tíma sæti sitt í liði Man Utd og var lánaður til Sevilla á síðustu leiktíð þar sem hlutirnir gengu alls ekki upp.

Frakkinn segir að hann hafi neyðst til að spila meiddur um langt skeið áður en honum var kastað burt af Solskjær sem var rekinn á síðasta tímabili.

,,Ég spilaði reglulega meiddur. Fólk veit ekki af þessu, ég gat ekki komist að stað í fjóra mániði eftir Covid tímabilið,“ sagði Martial.

,,Stjórinn sagði að hann þyrfti á mér að halda svo ég spilaði en miðað við minn leik þá ef ég kemst ekki af stað þá verða hlutirnir flóknir.“

,,Stjórinn ákvað að halda þessu frá fjölmiðlum. Aujgljóslega þá endaði ég uppi meiddur og þegar ég sneri aftur þá var ég búinn og fékk ekki að spila meira.“

,,Ég tók þessu mjög illa, mér leið eins og þetta væri ekki sanngjarnt. Þú ert beðinn um að fórna sjálfum þér fyrir liðið og svo er þér kastað burt. Að mínu mati eru þetta nánast svik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu

Frumsýnir svakalegan hring sem ýtir undir orðróm um giftingu