Manchester United gæti verið að fá til sín bakvörð en Santiago Arias er nú mikið orðaður við félagið.
Sumarglugganum hefur verið lokað en Arias er fáanlegur á frjálsri sölu og má því semja í Manchester.
Aaron Wan-Bissaka og Diogo Dalot spila hægri bakvörð fyrir Man Utd en þeir hafa ekki heillað í þeirri stöðu.
Arias er þrítugur bakvörður og á að baki yfir 50 landsleiki fyrir Kólumbíu og hefur spilað fyrir mörg góð lið.
Sporting, PSV, Atletico Madrid, Bayer Leverkusen og Granada eru á meðal liða sem Arias hefur leikið með.
Undanfarin fjögur ár hefur Arias leikið með Atletico en spilaði þó aðeins 39 deildarleiki á þeim árum.