Stórliðin á Ítalíu unnu mjög nauma sigra í leikjum dagsins en þrjár viðureignir voru spilaðar í Serie A.
Napoli vann lið Spezia 1-0 á heimavelli þar sem Giacomo Raspadori reyndist hetjan með sigurmarki þegar ein mínúta var eftir.
Tíu leikmenn AC Milan unnu Sampdoria 2-1 en Olivier Giroud gerði sigurmark Milan í seinni hálfleik.
Rafael Leao fékk að líta rautt spjald í byrjun seinni hálfleiks og spilaði Milan lengi manni færri í sigrinum.
Grannar AC Milan í Inter Milan unnu þá Torino 1-0 þar sem Marcelo Brozovic skoraði eina markið á 89. mínútu.
Napoli 1 – 0 Spezia
1-0 Giacomo Raspadori(’89)
Sampdoria 1 – 2 AC Milan
0-1 Junior Messias(‘6)
1-1 Filip Duricic(’57)
1-2 Olivier Giroud(’67, víti)
Inter 1 – 0 Torino
1-0 Marcelo Brozovic(’89)