Það er ljóst hvaða lið hafa tryggt sér sæti í 2. deild karla að ári eftir næst síðustu umferð 3. deildarinnar í dag.
Dalvík/Reynir og Sindri munu spila í betri deild næsta sumar en bæði lið náðu í útisigra í 21. umferð.
Sindri vann lið Vængi Júpíters 3-0 og Dalvík Reynir lagði KFG 3-2 í ansi fjörugum leik.
Sindri er í öðru sæti deildarinnar með 44 stig en Dalvík/Reynir er með tveimur stigum meira í toppsætinu.
Þá er ljóst að KH er fallið niður um deild eftir 5-3 tap gegn KFS. KH er í neðsta sætinu með 14 stig, sex stigum frá öruggu svæði.
Vængir Júpíters munu að öllum líkindum fylgja KH en liðið er þremur stigum frá öruggu sæti og með mun verri markatölu en Kormákur/Hvöt.
Vængir Júpiters 0 – 3 Sindri
0-1 Ragnar Þór Gunnarsson
0-2 Hermann Þór Ragnarsson
0-3 Ibrahim Sorie Barrie
KFG 2 – 3 Dalvík/Reynir
0-1 Númi Kárason
0-2 Þröstur Mikael Jónasson
1-2 Benedikt Pálmason
1-3 Þröstur Mikael Jónasson
2-3 Arnar Ingi Valgeirsson
Augnablik 4 – 1 Kormákur/Hvöt
1-0 Bjarni Þór Hafstein
1-1 Acai Elvira Rodriguez
2-1 Óskar Hákonarson
3-1 Halldór Atli Kristjánsson
4-1 Tómas Bjarki Jónsson
KH 3 – 5 KFS
0-1 Daníel Már Sigmarsson
1-1 Sturla Ármannsson
1-2 Eyþór Orri Ómarsson
2-2 Haukur Ásberg Hilmarsson
2-3 Karl Jóhann Örlygsson
3-3 Daði Kárason
3-4 Ásgeir Elíasson
3-5 Ásgeir Elíasson
Víðir 2 – 3 Elliði
0-1 Aron Örn Þorvarðarson
0-2 Kári Sigfússon
0-3 Daníel Steinar Kjartansson
1-3 Jóhann Þór Arnarsson
2-3 Einar Örn Andrésson
ÍH 2-1 Kári
0-1 Fylkir Jóhannsson
1-1 Dagur Traustason
2-1 Dagur Traustason