Óhugnanlegt atvik átti sér stað í spænsku úrvalsdeildinni í dag er leikur Cadiz og Barcelona fór fram.
Leikurinn var stöðvaður þegar um fimm mínútur voru eftir en staðan var þá 2-0 fyrir gestunum í Barcelona.
Þegar stutt var eftir bárust fréttir af stuðningsmanni Cadiz sem hafði fengið hjartaáfall í stúkunni.
Markvörður Cadiz var á meðal þeirra fyrstu til að reyna að hjálpa og gerði sitt svo að maðurinn myndi fá aðstoð.
Myndband af markmanninum hlaupa með læknabúnaðinn hefur vakið mikla athygli og kastaði hann tólunum upp í stúku.
Staðfest var síðar að 20 mínútna töf yrði gerð á leiknum og eru leikmenn að biðja fyrir því að maðurinn nái að jafna sig.
Myndband af þessu má sjá hér.
Grande el portero del @Cadiz_CF pegándose una carrera para acercar rápidamente un desfibrilador a la grada, donde están atendiendo a un asistente al partido #CadizBarca 👏👏👏
pic.twitter.com/CSGGOR9GVR— ALAN (@Wotyyt) September 10, 2022