Graham Potter var ráðinn stjóri Chelsea á dögunum en hann tekur við af Thomas Tuchel.
Tuchel var mjög óvænt rekinn í miðri viku eftir að Chelsea tapaði gegn Dinamo Zagreb í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Tuchel er mun stærra nafn en Potter í boltanum en sá fyrrnefndi hefur stýrt liðum eins og Dortmund og Paris Saint-Germain.
Þrátt fyrir það fær Potter hærri laun en Tuchel var á en hann þénar 50 milljónir punda á fimm árum.
Potter fær því tíu milljónir punda í árslaun hjá Chelsea en Tuchel þénaði átta sem er töluvert minna.
Chelsea gerði mikið til að fá Potter í sínar raðir miðað við þessar fregnir en hann var áður stjóri Brighton og gerði mjög vel.