Joao Felix, leikmaður Atletico Madrid, heyrði ekki af tilboði frá Manchester United í sumarglugganum.
Felix segir sjálfur frá þessu en Man Utd er talið hafa boðið risaupphæð í Felix seint í sumar.
Samkvæmt nokkrum miðlkum hljóðað tilboðið upop á 113 milljónir punda sem er meira en Atletico borgaði árið 2019.
Atletico keypti Felix frá Benfica fyrir þremur árum síðan og kostaði hann þá 106 milljónir punda.
Felix viðurkennir að hann hafi aldrei rætt við Man Utd og segir að svona mál séu í höndum forseta Atletico.
,,Ég heyrði ekki neitt, þetta var eitthvað fyrir forseta félagsins að sjá um. Ég er hér,“ sagði Felix.