Sebastian Kehl, yfirmaður knattspyrnumála hjá Dortmund, hefur skotið skotum að Erling Haaland, leikmanni Manchester City.
Kehl þekkir það vel að vinna með Haaland en þeir voru saman hjá Dortmund áður en Norðmaðurinn færði sig til Englands.
Kehl segir að Haaland hafi orðið ákveðin byrði á endanum hjá Dortmund og leit mögulega á sig stærra en venjan er.
Haaland hefur byrjað stórkostlega á nýjum vinnustað og er með 12 mörk á tímabilinu sem var að hefjast.
,,Eins mikið og við elskuðum Erling og þann árangur sem hann náði hérna þá var hann á endanum ákveðin byrði bæði í búningsklefanum og fyrir félagið,“ sagði Kehl.
,,Tímasetningin á þessari sölu var rétt fyrir okkur og Man City. Það að tíu mismunandi leikmenn hafa skorað tíu fyrstu mörkin á tímabilinu sannar það.“