Edwin van der Sar, goðsögn Manchester United, starfar í dag sem stjórnarformaður hollenska félagsins Ajax.
Það hefur verið mikið samband á milli Man Utd og Ajax síðustu mánuði bæði vegna þjálfara sem og leikmanna.
Erik ten Hag yfirgaf Ajax í sumar til að taka við Man Utd og var það fyrsti missir hollenska félagsins.
Ekki nóg með það þá fékk Ten Hag tvo leikmenn með sér til Englands eða þá Lisandro Martinez og Antony.
Van der Sar er fyrrum markvörður Man Utd en hann segir að Ten Hag hafi alls ekki hjálpað sínu félagi með því sem átti sér stað í sumar.
,,Við erum að missa Erik, við vissum að við værum að missa frábæran þjálfara og já, hann er ekki að hjálpa okkur,“ sagði Van der Sar.
,,Hann tók tvo af okkar bestu leikmönnum en við fengum góða upphæð fyrir þá. Það er svolítið staðurinn sem Ajax er á í dag.“