Það er alls ekki venjan að heimsmeistaramótið sé haldið um veturinn en það verður raunin síðar á þessu ári.
Heimsmeistaramótið fer fram í Katar á þessu ári en það hefst í nóvember og verður gert hlé á helstu deildum Evrópu.
Möguleiki er að annað HM fari fram um veturinn 2030 en Sádí Arabía mun reyna að fá að hýsa mótið.
Frá þessu greinir the Times en Sádí Arabía ætlar að bjóða sig fram ásamt Grikklandi, Portúgal, Spáni og Egyptalandi.
Það er allt of heitt í Sádí Arabíu um sumartímann svo mótið geti farið fram eins og venjulega og er ástandið eins í Katar.
Búist er við að FIFA fái þessa beiðni staðfest á næstu vikum.