Fyrrum undrabarnið Davide Santon hefur neyðst til þess að leggja skóna á hilluna aðeins 31 árs gamall.
Santon greinir sjálfur frá þessu en hann var talinn gríðarlegt efni á sínum tíma er hann lék með Inter Milan.
Bakvörðurinn reyndi fyrir sér á Englandi hjá Newcastle frá 2011 til 2015 en samdi síðar við Inter aftur og síðast Roma.
Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Santon sem á að baki átta landsleiki fyrir Ítalíu.
,,Ég er neyddur til að leggja skóna á hilluna. Þetta er ekki því ég er ekki með tilboð, líkaminn höndlar þetta ekki lengur eftir svo mörg meiðsli,“ sagði Santon.
,,Ég er neyddur til að taka þessa ákvörðun, ég vildi ekki taka hana en þurfti þess. Ég fór í stanslaust af rannsóknum en það var ekkert sem hægt var að gera.“
,,Ég get enn labbað en það er ekki nóg til að vera atvinnumaður. Hnéð er bara farið, það stöðvar mig í að gerta marga hluti.“