Barcelona er með þann möguleika að rifta samningi varnarmannsins Gerard Pique næsta sumar samkvæmt fréttum frá Spáni.
Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og samþykkti Pique nýlega að taka á sig heiftarlega launalækkun hjá félaginu.
Þessi 35 ára gamli leikmaður vildi hjálpa Barcelona að fá inn nýtt blóð en sjö leikmenn komu til félagsins í sumar.
Þrátt fyrir þetta góðverk gæti Barcelona losað Pique næsta sumar en hann gerði í raun allt til að fá að spila áfram með liðinu.
Talað var um að hann væri tilbúinn að spila frítt fyrir félagið á tímapunkti en La Liga samþykkti þá beiðni ekki.
Sport segir frá því að ef Pique spilar ekki 35 prósent af leikjum Börsunga í vetur þá getur félagið losað hann frítt 2023. Hann er þó samningsbundinn til 2024.